Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. október 2018 09:55
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Keppt á velli sem tekur tvöfalt fleiri en búa í bænum
Icelandair
Emil Hallfreðsson æfði með Frikka sjúkraþjálfara.
Emil Hallfreðsson æfði með Frikka sjúkraþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið er í þessum skrifuðu orðum að æfa á keppnisvellinum í Guingamp, Stade de Roudourou.

Leikvangurinn rúmar tvöfalt fleiri en búa í Guingamp, 18,250.

Það má búast við góðri stemningu á vellinum þegar Frakkland og Ísland mætast í vináttulandsleik annað kvöld en fólk mun flykkjast úr sveitum og bæjum í nágrenninu til að berja heimsmeistarana augum.

Þetta verður ekki fyrsti landsleikurinn sem fram fer á vellinum. Frakkland vann frændur okkar í Færeyjum 5-0 hér á þessum velli í undankeppninni fyrir HM 2010.

Að æfingu lokinni munu Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamren sitja fyrir svörum á fréttamannafundi.

Emil Hallfreðsson æfði með Frikka sjúkraþjálfara en hann er tæpur fyrir komandi landsleiki. Þá var Sverrir Ingi Ingason fjarverandi en hann ku vera eitthvað veikur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner