Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 16:29
Hafliði Breiðfjörð
Klara: Hörmum þetta og leggjum áherslu á að bæta vinnubrögð
Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hörmum þetta og leggjum áherslu á að bæta þessi vinnubrögð," sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Hún var þá spurð út í ummæli Magnúsar Viðar Heimissonar formanns meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni sem var afar ósáttur við að KSÍ hafi verið í viðræðum við Jón Þór Hauksson aðstoðarþjálfara liðsins um að taka við kvennalandsliðinu.

- Stjarnan fordæmir vinnubrögð KSÍ við ráðningu þjálfara
- Taka Jón Þór Hauksson og Ásthildur við landsliðinu?


„Málin atvikuðust þannig í síðustu viku að ég fékk ábendingu um tvo þjálfara sem voru að fá meðmæli og var með skilaboð frá þeirra tengiliðum um að þeir væru samningslausir," sagði Klara.

„Með þær forsendur hringdum við beint í viðkomandi þjálfara en síðan kom í ljós að í öðru tilfellinu vorum við ekki með alveg réttar upplýsingar. Því varð þessi leiði misskilningur. Að sjálfsögðu hefðum við haft samband við Stjörnuna ef við hefðum vitað betur."

Klara segir að eftir að í ljós kom að Jón Þór væri samningsbundinn Stjörnunni hafi sambandið beðist afsökunar. Guðni Bergsson formaður sambandsins hefur hinsvegar leitt viðræður við nýjan þjálfara.

„Um leið og við heyrðum í Stjörnunni báðumst við afsökunar á þessum mistökum," sagði Klara að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner