Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. október 2018 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Kokorin og Mamaev gáfu sig fram til lögreglu
Aleksandr Kokorin, framherji Zenit.
Aleksandr Kokorin, framherji Zenit.
Mynd: Getty Images
Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev, landsliðsmenn Rússlands, gáfu sig fram til lögreglu eftir líkamsárás sem átti sér stað í Moskvu á mánudag.

Lögreglan í Rússlandi gaf Kokorin tveggja daga frest til þess að gefa sig til fram, annars yrði hann eftirlýstur. Hann ákvað því að gefa sig fram ásamt Mamaev.

Upptaka var birt af Kokorin á mánudag á kaffihúsi í Moskvu en þar sést hann lemja mann með stól og Mamaev með honum.

Leikmennirnir eru því ekki í rússneska landsliðshópnum fyrir leiki liðsins næstu daga og verða næstu tvo sólarhringa í gæsluvarðhaldi.

Kokorin er á mála hjá Zenit en félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum með leikmanninn og sama gerði Krasnodar, félagið sem Mamaev spilar fyrir. Krasnodar er að leitast eftir því að rifta samningnum við Mamaev.

Kokorin er iðulega í fjölmiðlum í Rússlandi en hann hefur fengið sektir fyrir ölvunarakstur og þá rústaði hann bifreið sinni á götum Pétursborgar á dögunum með glannaakstri.
Athugasemdir
banner
banner