Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 09:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Leikmenn Aston Villa vilja fá Terry í stjórastólinn
Powerade
John Terry er orðaður við stjórastöðuna hjá Aston Villa.
John Terry er orðaður við stjórastöðuna hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Henry gæti verið að taka við Mónakó.
Henry gæti verið að taka við Mónakó.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hafði áhuga á að fá Jurgen Klopp til félagsins í sumar.
Real Madrid hafði áhuga á að fá Jurgen Klopp til félagsins í sumar.
Mynd: Getty Images
Icardi mun hefja samningsviðræður við Inter Milan fljótlega.
Icardi mun hefja samningsviðræður við Inter Milan fljótlega.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum og setja á einn stað.


Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United mun halda fund með Ed Woodward í London til þess að hreinsa andrúmsloftið fyrir stjórnarfund næstkomandi fimmtudag. (Sun)

United eru ekki að flýta sér í samningsmálum David de Gea þrátt fyrir að viðræður hafi átt sér stað við markvörðinn síðan í ágúst. (ESPN)

Eden Hazard vill bíða og sjá hvort að Real Madrid muni reyna að semja við hann næsta sumar áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann verði áfram á Stamford Bridge. (Telegraph)

Real Madrid hafði áhuga á þvi að fá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool í staðinn fyrir Zinedine Zidane síðastliðið sumar.(Mundo Deportivo, via Express)

Chelsea fylgist náið með sínum fyrrum stjóra, Antonio Conte þar sem skaðabætur vegna brottreksturs hefur ekki enn verið leyst. Conte hefur verið nefndur sem næsti þjálfari Manchester United, Real Madrid og Bayern Munchen. (Telegraph)

Juventus hefur útilokað að fá Paul Pogba, fyrrum leikmann liðsins aftur til félagsins. (Guardian)

Mónakó vill fá fyrrum leikmann Arsenal og Frakklands, Thierry Henry (41) til þess að taka við liðinu í stað Leonardo Jardim. (Sun)

Líkurnar á því að John Terry verði næsti knattspyrnustjóri Aston Villa hafa aukist eftir áhuga Mónakó á Henry. (Times)

Leikmenn Aston Villa vilja sjálfir að Terry taki við sem knattspyrnustjóri hjá félaginu en Terry var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð. (Mirror)

Manchester City leiðir kapphlaupið um sinn fyrrum leikmann, hinn 18 ára gamla Jadon Sancho sem spilar með Borussia Dortmund vegna klásúlu í samningi leikmannsins sem gerir þeim kleyft að kaupa leikmanninn aftur. (Manchester Evening News)

Jose Mourinho vill persónulega fylgjast með Nikola Milenkovic, 20 ára gömlum leikmanni Fiorentina og Serbíu í landsleikjahléinu. (Telegraf, via Talksport)

Fyrrum miðjumaður Manhcester United, Michael Carrick segir að hann hafi verið á barmi þess að ganga til liðs við Arsenal frá West Ham áður en frammistaða Cesc Fabregas breytti hugmyndum Arsene Wenger um að semja við Carrick. (Times)

Jack Butland, leikmaður Stoke og enska landsliðsins hefur skipt um umboðsmann í von um að það muni leiða til þess að hann komist aftur í ensku úrvalsdeildina. (Telegraph)

Manchester City vill hefja samningsviðræður við Leroy Sane um framlengingu á samningi hans. (Sun)

Mauro Icardi, leikmaður Inter Milan á enn eftir að hefja samningsviðræður við félagið um framlengingu á samningi sínum samkvæmt umboðsmanni hans. Nýr samningur mun innihalda 96 milljón punda klásúlu. (Tiki Taka, via Goal)

Knattspyrnustjórar Tottenham og Arsenal, þeir Unai Emery og Mauricio Pochettino hafa lagt félagsríg til hliðar til þess að miðla af reynslu sinni á þjálfaranámskeiði á vegum Uefa. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner