banner
   mið 10. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leon Bailey velur Jamaíku framyfir England
Bailey hefur gert 10 mörk í 40 deildarleikjum og var að skrifa undir samning til 2023.
Bailey hefur gert 10 mörk í 40 deildarleikjum og var að skrifa undir samning til 2023.
Mynd: Getty Images
Leon Bailey samþykkti landsliðskall frá Jamaíku og verður að öllum líkindum í liðinu sem mætir Bonaire í undankeppni Gullbikarsins í næstu viku.

Bailey er 20 ára gamall og er gjaldgengur til að spila fyrir ýmis landslið í Evrópu auk Jamaíku. Um leið og hann spilar keppnisleik fyrir Jamaíku getur hann ekki skipt um lið.

Bailey hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Bayer Leverkusen frá komu sinni í janúar 2017. Bailey var þá aðeins 19 ára gamall og kostaði þýska félagið 20 milljónir evra. Í dag er hann metinn á 50 milljónir evra.

Fyrr á árinu fengu Bailey og bróðir hans Kyle Butler boð til að spila með landsliði Jamaíka en höfnuðu því báðir. Faðir þeirra, Craig Butler, sagði að strákarnir væru enn að ákveða sig því þeir væru gjaldgengir fyrir fjölmörg landslið í Evrópu.

„Ég elska landið mitt og strákarnir gera það líka. Landsliðsvalið er erfitt þar sem þeir eiga báðir rætur að rekja til Englands og Portúgals og hafa búið í Belgíu og Þýskalandi," sagði Craig Butler.
Athugasemdir
banner
banner