mið 10. október 2018 15:06
Elvar Geir Magnússon
Munu Faria og Terry taka við Aston Villa?
Faria er orðaður við Aston Villa.
Faria er orðaður við Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að Aston Villa sé að íhuga að ráða Rui Faria, fyrrum aðstoðarstjóra Manchester United, sem nýjan knattspyrnustjóra.

Allan sinn feril hefur Faria, sem er 43 ára, verið hundtryggur aðstoðarmaður Jose Mourinho og meðal annars unnið með honum hjá Chelsea og Real Madrid.

Hann yfirgaf Old Trafford í sumar en talaði nýlega um að hann stefndi á að verða knattspyrnustjóri.

Sky segir að John Terry, fyrrum leikmaður Chelsea, gæti orðið aðstoðarmaður Faria. Terry lék með Villa á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik umspilsins.

Birkir Bjarnason spilar með Aston Villa sem er í stjóraleit eftir að Steve Bruce var rekinn. Liðið er í 15. sæti Championship-deildarinnar.

Thierry Henry, sem er aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, var sterklega orðaður við stjórastarf Villa en hann er nú orðaður við Mónakó.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 25 7 6 70 28 +42 82
2 Leicester 37 26 4 7 74 33 +41 82
3 Ipswich Town 38 24 9 5 80 49 +31 81
4 Southampton 36 22 7 7 73 47 +26 73
5 West Brom 38 19 9 10 59 36 +23 66
6 Norwich 38 18 7 13 69 54 +15 61
7 Hull City 37 16 10 11 53 46 +7 58
8 Coventry 37 15 12 10 59 43 +16 57
9 Preston NE 37 16 8 13 49 54 -5 56
10 Middlesbrough 38 16 6 16 53 52 +1 54
11 Cardiff City 38 16 5 17 43 51 -8 53
12 Sunderland 38 14 6 18 48 45 +3 48
13 Watford 38 12 12 14 53 51 +2 48
14 Bristol City 38 13 8 17 42 45 -3 47
15 Swansea 38 12 10 16 48 58 -10 46
16 Millwall 38 11 10 17 36 50 -14 43
17 Blackburn 38 11 9 18 51 64 -13 42
18 Plymouth 38 10 11 17 54 62 -8 41
19 Stoke City 38 11 8 19 35 53 -18 41
20 QPR 38 10 10 18 36 50 -14 40
21 Birmingham 38 10 9 19 42 59 -17 39
22 Huddersfield 38 8 15 15 42 61 -19 39
23 Sheff Wed 38 11 5 22 30 61 -31 38
24 Rotherham 38 3 11 24 30 77 -47 20
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner