Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. október 2018 17:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Real Madrid fylgist með samningsmálum Sterling
Sterling er harður í horn að taka þegar kemur að samningsmálum.
Sterling er harður í horn að taka þegar kemur að samningsmálum.
Mynd: Getty Images
Real Madrid eru að fylgjast mjög náið með samningsmálum Raheem Sterling sem spilar fyrir Manchester City.

Hinn 23 ára gamli Sterling á tvö ár eftir af samningi sínum og ekkert hefur gengið í samningsviðræðum við City. Sterling hefur einnig sagst vera opinn fyrir því að spila erlendis á einhverjum tímapunkti á ferlinum.

Klárlega, það væri gott að spila erlendis. Það væri frábær reynsla. Spánn er heillandi. Hvar sem veðrið er gott í rauninni,” sagði Sterling.

Þrátt fyrir þetta vilja bæði leikmaðurinn sem og City gera langtímasasmning. Madrid hefur ekki enn talað við City um möguleg félagsskipti og ætla sér að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það er hætta á að verðmæti Sterling lækki þegar 18 mánuðir verða eftir af samningi hans í lok janúar gluggans.

Sterling skrifaði undir fimm ára samning í kjölfar 49 milljón punda félagsskipta frá Liverpool í júlí árið 2015 og hefur spilað 150 leiki fyrir félagið þar sem hann vann meðal annars ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner