Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Rui Faria hafnaði Aston Villa
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja Rui Faria, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Jose Mourinho, hafa hafnað starfstilboði frá Aston Villa sem rak Steve Bruce fyrr í mánuðinum.

Faria hefur aldrei stýrt félagsliði en var hægri hönd Mourinho frá því að hann tók við Chelsea árið 2004 og allt þar til í sumar, þegar hann ákvað að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Faria byrjaði sem partur af þjálfarateymi Mourinho hjá Unao de Leiria 2001 og fór með honum til Porto. Svo héldu þeir til Chelsea og varð Faria í fyrsta sinn aðstoðarþjálfari, aðeins 29 ára gamall.

Nú er Faria búinn að vera í fríi í fjóra mánuði og er haft eftir umboðsmanni hans að hann sé ekki tilbúinn til að snúa aftur til vinnu strax. Hann vilji verja meiri tíma með fjölskyldunni.

Villa er ekki eina félagið sem hefur áhuga á að fá Faria til að taka við stjórnartaumunum, en ólíklegt er að Portúgalinn taki við félagi fyrr en eftir áramót.

Brendan Rodgers, Thierry Henry og Dean Smith eru efstir á óskalista Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner