Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sancho í sjokki með orðróma um 100 milljón punda félagsskipti
Jadon Sancho er að gera það gott þessa dagana.
Jadon Sancho er að gera það gott þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Southgate valdi Sancho í landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Króatíu og Spáni.
Southgate valdi Sancho í landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Króatíu og Spáni.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, ný stjarna Borussia Dortmund hefur lýst yfir undrun sinni á orðrómum þess efnis að hann muni snúa aftur til Englands fyrir hvorki meira né minna en 100 milljónir punda.

Þessi ungi leikmaður hefur verið stjarna Dortmund síðan hann gekk til liðs við félagið frá Manchester City og hefur lagt upp átta mörk hingað til.

Fjölmörg lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð áhugasöm um að fá þennan 18 ára gamla leikmann aftur til Englands og það er búist við því að þýska félagið muni biðja um risa upphæð fyrir leikmanninn. Sancho er sjálfur hissa á þeim upphæðum sem eru nefndar til sögunnar.

Það er brjálað, vá! Ég veit ekki hvað ég á að segja við því. Líður mér eins og ég vilji spila á Englandi aftur? Ég veit það ekki, það er framtíðin. Þú veist aldrei hvað gerist svo við skulum bíða og sjá. Ég er ánægður með að vera hluti af Dortmund. Augljóslega verð ég að þakka þjálfaranum (Lucien Favre) fyrir að leyfa mér að spila, treysta og trúa á mig,” sagði Sancho.

Frammistaða Sancho hefur tryggt honum sæti í enska landsliðinu fyrir leikina gegn Króatíu og Spáni í Þjóðardeildinni. Það kom honum einnig á óvart.

Ég var á æfingu þegar ég fékk símtalið og ég hringi strax í foreldra mína. Þau voru auðvitað ánægð fyrir mína hönd og ég gat ekki hætt að brosa allan daginn. Ég var örlítið hissa til þess að vera hreinskilinn því að ég er augljóslega svo ungur. Ég á mikið eftir ólært og ég er bara þakklátur að Southgate sjái framför mína í þýsku deildinni” sagði Sancho.

Þetta skiptir mig miklu máli og sérstaklega fyrir fjölskylduna. Þegar ég var yngri dreymdi mig um að spila fyrir þjóð mína. Þetta er það stærsta sem gæti komið fyrir strák eins og mig. Það væri draumur að spila gegn Króatíu. Ég þarf bara að leggja hart að mér á æfingum og sjá hvað stjórinn gerir.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner