Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. október 2018 16:47
Ingólfur Páll Ingólfsson
U17 lið Íslands gerði jafntefli gegn Úkraínu
Frá leik hjá U17 ára liði Íslands síðasta vetur.
Frá leik hjá U17 ára liði Íslands síðasta vetur.
Mynd: Getty Images
U17 ára lið Íslands í fótbolta gerði 2-2 jafntefli gegn Úkraínu en um fyrsta leik liðsins var að ræða í undankeppni EM 2019.

Undankeppnin fer fram í Bosníu og Hersegóvínu og um hörkuleik var að ræða. Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður ÍA skoraði bæði mörk Íslands í dag.

Liðið mætir næst heimamönnum á laugardaginn og hefst sá leikur klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands má sjá hér að neðan:

Byrjunarliðið: Ólafur Kristófer Helgason (M), Oliver Stefánsson (F), Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Valgeir Valgeirsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Davíð Snær Jóhannsson, Elmar Þór Jónsson, Andri Fannar Baldursson, Orri Hrafn Kjartansson, Danijel Dejan Djuric
Athugasemdir
banner
banner