fim 10. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arnór Sig: Foreldarnir skella mér alltaf beint niður á jörðina aftur
Arnór Sigurðsson í leiknum gegn Real Madrid í fyrra.
Arnór Sigurðsson í leiknum gegn Real Madrid í fyrra.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson skaust af krafti fram á sjónarsviðið í fyrra. Arnór fór frá Norrköping í Svíþjóð til CSKA Moskvu í Rússlandi í fyrrasumar og nokkrum mánuðum síðar hafði hann skorað gegn bæði Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni.

„Ég held að maður hafi ekki áttað sig á því hversu mikið þetta var fyrr en eftir á þegar maður fór í frí frá fótboltanum í desember," sagði Arnór í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Stórliðin Napoli og Dortmund sýndu Arnóri áhuga í sumar en hann segist passa sig á að vera jarðbundinn.

„Foreldarnir mínir skella mér alltaf beint niður á jörðina aftur. Þau eru þannig en auðvitað samgleðjast þó líka og eru stolt," sagði Arnór.

„Það er mikilvægt að vera alltaf nice. Þó að maður hafi kannski skorað og verið valinn maður leiksins á Santiago Bernabeu þá er þetta bara ennþá ég frá Akranesi. Maður verður að vera sama manneskjan þó það gangi vel. Þegar gengur illa þá þarftu kannski á þessu fólki að halda."

Arnór var ekki valinn í U21 landsliðið í byrjun árs 2018 en nú er hann fastamaður í A-landsliðinu.

„Ég æfi mikið aukalega og kannski meira en ég hef áður gert. Það eru margir sem halda að þegar þú kemst á ákveðinn stað þá getir þú sest niður og hlutirnir gerist að sjálfu sér. Því hærra sem þú ferð því meira þarftu að leggja á þig og gera. Það eru meiri kröfur og pressa. Maður þarf að vera klár. Þetta snýst líka um andlega þáttinn og að vera sterkur karakter."

Hér að neðan má hlusta á Arnór í Miðjunni.
Miðjan - Arnór Sig í sérstökum landsliðsþætti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner