Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fim 10. október 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Wright furðar sig á eigendum Liverpool - „Þetta er klikkun“
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: Getty Images
Ian Wright og Roy Keane
Ian Wright og Roy Keane
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, verður samningslaus á næsta ári og má byrja að ræða við önnur félög um áramótin, en Ian Wright, sparkspekingur á ITV segir Liverpool hafa komið sér í glórulausa stöðu.

Englendingurinn er fæddur í Liverpool-borg og verið mikill stuðningsmaður liðsins frá blautu barnsbeini.

Jürgen Klopp gaf honum tækifærið árið 2016 og síðan þá hefur hann verið einn af bestu mönnum liðsins og unnið allt sem hægt er að vinna hjá félagsliði.

Staðan er þannig að eftir þetta tímabil rennur samningur hans út, en samkvæmt ensku miðlunum er lítið að frétta af samningamálum. Hann hefur þá verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid, en Wright skilur ekkert í því hvernig Liverpool gat látið þetta gerast.

„Maður sér ekki fyrir sér að það muni eitthvað gerast í janúar, það er eiginlega klárt mál, sérstaklega miðað við hvernig Liverpool hefur farið af stað á þessu tímabili,“ sagði Wright sem fannst hins vegar ótrúlegt að eigendur Liverpool hafi komið sér í þessa stöðu.

„Þetta er ólíkt því þegar Michael Owen og Steve McManaman yfirgáfu félagið. Þeir unnu vissulega deildabikar, Evrópubikar og enska bikarinn, en Trent hefur unnið allt saman. Hann vann ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og HM félagsliða ásamt því að vinna enska- og deildabikarinn. Hann hefur unnið allt og gert það með uppeldisfélagi sínu. Liverpool og FSG (eigendur Liverpool) hafa komið sér í stöðu þar sem hann er á samningsári. Það er klikkun,“ sagði Wright.

Roy Keane, sem var í settinu með Wright, finnst þessi staða verulega undarleg og segir að Alexander-Arnold sé nú með öll spil á hendi sér og virðist sannarlega halda þeim þétt að sér.

„Hann stjórnar öllu núna. Maður hefði nú haldið það að Liverpool myndi reyna að endursemja við hann, en ef ekki þá er það klárt mál að hann yfirgefur Liverpool og fer erlendis. Það er ansi gott að hafa þann möguleika að fara til Real Madrid,“ sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner