Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. nóvember 2018 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Gengur erfiðlega hjá Lokeren - Tap gegn botnliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Lokeren þegar liðið tapaði gegn Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn fór fram á heimavelli Zulte Waregem sem var á botni deildarinnar fyrir leikinn.

Staðan var 0-0 alveg fram á 87. mínútu en þá kom Nill de Pauw Zulte Waregem yfir. De Pauw var aftur á ferðinni í uppbóartíma og lokatölur 2-0 fyrir Zulte Waregem sem spyrnir sér frá botninum en Lokeren er í næst neðsta sæti.

Þetta var annar leikur Norðmannsins Trond Sollied með Lokeren en sá fyrsti endaði með 2-0 sigri gegn AS Eupen.

Ari Freyr er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram í belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner