Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. nóvember 2018 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn með í dag - Getur ekki ferðast í landsleikinn
Icelandair
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Belgíu 15. nóvember og Katar 19. nóvember. Hópurinn var tilkynntur í gær.

Ástæðan sem gefin var upp voru meiðsli. Hann er einn sex leikmanna sem er frá vegna meiðsla. Hann er að glíma við bakmeiðsli.

Þar sem Björn Bergmann er ekki í landsliðshópnum þá kom það mjög á óvart að sjá það að hann er að spila með liði sínu Rostov í Rússlandi í dag.

Björn er í byrjunarliði Rostov gegn Dinamo Moskvu.

Fótbolti.net hafði samband við Frey Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, og fékk svör frá honum, hvers vegna Björn væri að spila með Rostov en gæti ekki verið í landsliðshópnum.

„Björn er meiddur í baki. Hann á erfitt með að ferðast, getur ekki farið í löng flug og þung ferðalög. Þannig að það var ákveðið að þangað til að hann fær rétta meðferð, í vetrarfríinu, þá er best fyrir hann að takmarka öll ferðalög sem hægt er að takmarka," sagði Freyr við Fótbolta.net.

Björn á 17 landsleiki að baki en í þeim hefur hann skorað eitt mark.

Smelltu hér til að sjá íslenska landsliðshópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner