Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að fresta fyrri leik Boca og River Plate vegna veðurs
Mynd: Getty Images
Búið er að fresta fyrri leik Boca Juniors og River Plate en þessi lið eigast við í úrslitum Copa Libertadores, Suður-Ameríkuútgáfunni af Meistaradeild Evrópu.

Boca og River eru miklir erkifjendur en talað er um 'Superclasico' þegar þessi tvö lið eigast við.

Rimma þessara tveggja félaga skiptir ekki aðeins Buenos Aires borginni heldur allri Argentínu. Þetta eru tvö sigursælustu lið þjóðarinnar og eru með 70% fótboltaáhugamanna landsins á sínu bandi.

En í þau 105 ár sem þessi tvö lið hafa verið að kljást höfum við aldrei fengið 'Superclasico' af þessari stærðargráðu. Liðin hafa mæst 24 sinnum í Liberadores en aldrei í úrslitaeinvígi um sjálfan titilinn.

Fyrri leikurinn átti að fara fram í kvöld en búið er að fresta honum vegna veðurskilyrða í Buenos Aires.

Leikurinn átti að fara fram á La Bombonera, heimavelli Boca, en völlurinn lítur meira út eins og sundlaug en fótboltavöllur þessa stundina.

Leikurinn hefur verið færður á morgundaginn. Seinni leikurinn á að fara fram 24. nóvember.



Athugasemdir
banner
banner
banner