Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham með nauman sigur á Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
0-1 Juan Foyth ('66 )

Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að klárast. Crystal Palace fékk Tottenham í heimsókn.

Það gerðist ekki mikið markvert í fyrri hálfleik. Tottenham var sterkari aðilinn en ekkert mark var skorað.

Það dró til tíðinda á 66. mínútu þegar Argentínumaðurinn Juan Foyth skoraði fyrir Tottenham. Þetta er fyrsta mark Foyth fyrir Tottenham en hann var aðeins að spila sinn úrvalsdeildarleik fyrir félagið. Markið kom eftir hornspyrnu.


Það var ekki meira skorað í þessum leik. Alexander Sörloth, sóknarmaður Palace, fékk dauðafæri til að jafna þegar lítið var eftir en skot hans fór beint á Hugo Lloris í marki Tottenham.

Lokatölur 1-0 fyrir Tottenham. Góður sigur fyrir Spurs á erfiðum útivelli.

Hvað þýða þessi úrslit?
Tottenham er í fjórða sæti með 27 stig. Crystal Palace er í 16. sæti með átta stig.

Úrslit dagsins:
Cardiff 2 - 1 Brighton
Huddersfield 1 - 1 West Ham
Leicester 0 - 0 Burnley
Newcastle 2 - 1 Bournemouth
Southampton 1 - 1 Watford
Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner