Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. nóvember 2018 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli með sigur - Þurfti að gera hlé á leiknum
Aðstæður voru erfiðar.
Aðstæður voru erfiðar.
Mynd: Getty Images
Gervinho skoraði í sigri Parma.
Gervinho skoraði í sigri Parma.
Mynd: Getty Images
Það voru þrír leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Parma vann góðan útisigur gegn Torino fyrr í dag, 2-1. Parma jafnaði Torino að stigum með sigrinum og eru bæði lið núna með 17 stig í áttund og níunda sæti deildarinnar.

Spal og Cagliari gerðu 2-2 jafntefli, en liðin eru að berjast í neðri hlutanum.

Deginum lauk svo með 2-1 sigri Napoli á Genoa. Leikurinn var mjög athyglisverður í ljósi þess að hann var stöðvaður snemma í seinni hálfleik vegna mikillar rigningar.

Aðstæður voru gríðarlega erfiðar og var erfitt að spila fótbolta.

Þegar hlé var gert á leiknum var staðan 1-0 fyrir Genoa. Leikmenn Napoli mættu hins vegar af krafti síðasta hálftímann og unnu að lokum 2-1 sigur.

Napoli er í öðru sæti með 28 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik á morgun gegn AC Milan. Genoa er í 13. sæti með 14 stig að 12 leikjum loknum.

Genoa 1 - 2 Napoli
1-0 Cristian Kouame ('20 )
1-1 Fabian Ruiz ('62 )
2-1 Davide Biraschi ('86 , sjálfsmark)

Spal 2 - 2 Cagliari
1-0 Andrea Petagna ('3 )
2-0 Mirko Antenucci ('71 )
2-1 Leonardo Pavoletti ('73 )
2-2 Artur Ionita ('76 )

Torino 1 - 2 Parma
0-1 Gervinho ('9 )
0-2 Roberto Inglese ('25 )
1-2 Daniele Baselli ('37 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner