Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. nóvember 2018 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg fór meiddur af velli - Landsleikirnir í hættu?
Icelandair
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg fór meiddur af velli á 65. mínútu þegar Burnley gerði markalaust jafntefli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti þetta eftir leikinn.

„Ég held að þetta sé ekki alvarlegt. Vonandi munu þeir jafna sig fljótlega," sagði Dyche um Jóhann Berg en hann var líka að tala um Steven Defour sem fór einnig meiddur af velli.

Jóhann Berg er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar.

Gera má ráð fyrir því að hann sé í hættu á að missa af þessum landsleikjum. Það á eftir að koma betur í ljós.

Nú þegar eru sex leikmenn íslenska landsliðsins frá vegna meiðsla og nokkrir aðrir tæpir. Það yrði erfitt að missa Jóhann Berg, sem er algjör lykilmaður, líka.

Sjá einnig:
Jóhann Berg fær ágætis einkunn frá Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner