Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. nóvember 2018 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu viðtal við pirraðan Charlie Austin - „Brugðust okkur"
Charlie Austin taldi sig hafa skorað löglegt mark.
Charlie Austin taldi sig hafa skorað löglegt mark.
Mynd: Getty Images
Charlie Austin, sóknarmaður Southampton mætti mjög pirraður í viðtal eftir jafntefli gegn Watford á heimavelli í dag.

Leikurinn endaði 1-1. Manolo Gabbiadini kom Southampton yfir í fyrri hálfleik en Jose Holebas, bakvörður Watford, jafnaði á 82. mínútu leiksins. Á 65. mínútu skoraði Austin og kom Southampton í 2-0 en markið var dæmt af.

Það tók Simon Hopper nokkurn tíma að dæma markið af en hann gerði það vegna þess að Maya Yoshida, varnarmaður Southampton, var rangstæður.

Boltinn fer ekki af Yoshida en dómararnir virðast annað hvort telja að það hafi gerst eða meta það þannig að Yoshida hafi staðið í vegi fyrir Ben Foster, markverði Watford, og hindrað það að hann hafi varið skotið.

Smelltu hér til að sjá myndband af markinu.

Austin mætti í viðtal eftir leik og hann var svo sannarlega pirraður. „Þetta er fáránlegt. Við skoruðum löglegt mark. Dómararnir kostuðu okkur tvö stig. Þeir sögðu að þetta væri rangstaða, þetta er algjört grín," sagði Austin eftir leikinn.

„Fólk talar um VAR (myndbandsdómgæslu), dómararnir þurfa greinilega hjálp. Við erum að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu og vinsælustu deild í heimi. Dómararnir þurfa hjálp."

„Við áttum þrjú stig skilið og við hefðum fengið þau ef dómararnir hefðu ekki brugðist okkur."

Southampton er í 17. sæti eftir leikinn með átta stig eftir 12 leiki. Starf Mark Hughes er sagt hanga á bláþræði.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Austin.



Athugasemdir
banner
banner
banner