Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Því neitað að Liverpool sé til sölu
Mynd: Getty Images

New York Post var einn af miðlunum sem heldur þessu fram og segir þar að Henry vilji fá 2 milljarða dollara fyrir félagið. Hann keypti Liverpool fyrir tæplega 450 milljónir dollara árið 2010.

Nú hefur Fenway Sports Group, sem er í eigu Henry, neitað því að Liverpool sé til sölu.

„Félagið er ekki til sölu," sagði talsmaður Liverpool að því er kemur fram á Goal.com.

Síðan Fenway Sports Group tók yfir Liverpool hefur miklum peningi verið eytt hjá félaginu, bæði í leikmenn og í annað. Til að mynda var Anfield stækkaður.

Liverpool er sem stendur taplaust í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Fulham á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner