Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. desember 2018 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Deeney ósáttur: Vorum rændir af dómurunum
Troy Deeney var allt annað en sáttur í leikslok
Troy Deeney var allt annað en sáttur í leikslok
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, framherji Watford á Englandi, var allt annað en sáttur með dómgæslu Kevin Friend í 2-2 jafnteflinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Everton komst yfir í leiknum með marki frá Richarlison en menn hafa velt vöngum yfir því hvort markið hefði í raun og veru átt að standa þar sem Theo Walcott, sem var í rangstöðu, virtist hafa áhrif á leikinn.

Watford kom þó til baka og skoraði tvö mörk áður en Lucas Digne jafnaði metin úr aukaspyrnu undir lok leiks.

„Það er skömm að þessu. Mér líður eins og við höfum tapað en við verðum líka að hrósa. Þessi aukaspyrna var alveg upp við samskeytin en okkur fannst við vera betra liðið. Þegar maður skorar tvö mörk á útivelli þá er það yfirleitt nóg til að vinna," sagði Deeney.

„Það er erfitt starf að vera dómari. Við sem leikmenn viljum bara virðingu þegar við erum að ræða við þá. Þegar þeir gera mistök þá erum við ekki að gera mikið úr því heldur viljum við bara ræða við þá en þeir rændu okkur augljóslega í kvöld og okkur leið eins og það væru allir á móti okkur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner