Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. desember 2018 10:40
Magnús Már Einarsson
Dregið í U21 á morgun - Þjálfaramál Íslands óljós
Ísland í þriðja styrkleikaflokki
U21 lið Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
U21 lið Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í undankeppni EM 2021 hjá U21 landsliðum á morgun en dregið verður í Nyon í Sviss. Ísland er í 3. styrkleikaflokki í drættinum en liðið endaði í 4. sæti í síðustu undankeppni sem endaði í haust.

Eyjólfur Sverrisson hefur þjálfað U21 landslið Íslands síðan 2009 en samningur hans rennur út um áramót. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fótbolta.net í dag að ekki sé búið að taka ákvörðun um þjálfaramálin fyrir næstu undankeppni.

Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari verða fulltrúar KSÍ á drættinum í Sviss á morgun.

Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í drættinum.

Styrkleikaflokkur 1: Þýskaland, England, Spánn, Portúgal, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Serbía og Króatía.

Styrkleikaflokkur 2: Austurríki, Svíþjóð, Belgía, Slóvakía, Pólland, Rúmenía, Tékkland, Holland, Ísrael.

Styrkleikaflokkur 3: Grikklan, Úkraína, Noregur, Rússland, Tyrkland, Ísland, Wales, Sviss, Svartfjallaland.

Styrkleikaflokkur 4: Búlgaría, Finnland, Írland, Georgía, Kosóvó, Skotland, Makedónía, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína.

Styrkleikaflokkur 5: Norður-Írland, Albanía, Moldavía, Litháen, Kasakstan, Lettland, Aserbaídsjan, Armenía, Kýpur.

Styrkleikaflokkur 6: Lúxemborg, Malta, Eistland, Færeyjar, Gíbraltar, Andorra, San Marinó, Liechtenstein
Athugasemdir
banner
banner
banner