banner
   mán 10. desember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Hafði aldrei áhyggjur af Salah
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að Mohamed Salah myndi lenda í vandræðum eftir ótrúlegt fyrsta tímabil með Liverpool.

Salah skoraði 41 mark á síðasta tímabili og eftir rólega byrjun á þessu tímabili er Egyptinn kominn á fulla ferð.

Salah skoraði þrennu gegn Bournemouth um helgina og er nú búinn að skora samtals 56 mörk í 74 leikjum með Liverpool.

„Ég hafði ekki áhyggjur í eina sekúndu. Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvað fólk var að skrifa um hann, ég hef ekki hugmynd um það," sagði Klopp.

„Við þurfum alltaf að bæta okkur og það sama á við eftir 41 marka tímabil. Allir myndu samt lenda í smá vandræðum þá því hvernig getur þú bætt það?"

„Ef þú skorar tíu mörk í fyrstu fimm leikjunum myndu allir segja 'já, þetta gerist aftur,' en ef þú endar með 39 mörk þá myndi fólk segja, 'já en þetta er ekki 41."

„Við þurfum öll að læra að eiga við þetta og það sama á við um hann. Hann hefur aldrei átt svona tímabil áður en hann vill eiga annað svona tímabil. Þú verður að taka þetta skref fyrir skref og við erum að gera það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner