Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. desember 2018 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Margrét Lára skoraði tvö mörk eftir 18 mánaða fjarveru
Margrét Lára Viðarsdóttir meiddist illa í maí á síðasta ári en kom til baka tvíefld
Margrét Lára Viðarsdóttir meiddist illa í maí á síðasta ári en kom til baka tvíefld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt aftur á völlinn eftir langa fjarveru en hún skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Vals á ÍA í æfingaleik í kvöld.

Margrét Lára, sem er markahæsta landsliðskona Íslandi frá upphafi, en hún meiddist í lok maí árið 2017 og sleit þá krossband.

Hún hefur verið frá síðustu 18 mánuði vegna meiðsla en var mætt aftur á völlinn í kvöld æfingaleik með Val gegn ÍA.

Hún gerði tvö mörk í 5-0 sigri. Mögnuð endurkoma hjá framherjanum öfluga og mikill liðsstyrkur fyrir Val fyrir komandi tímabil.

Hún á 192 mörk í 126 leikjum í efstu deild á Íslandi .



Athugasemdir
banner
banner
banner