Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. desember 2018 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Aduriz hetja Bilbao gegn Girona
Aritz Aduriz var hetja Bilbao eins og oft áður
Aritz Aduriz var hetja Bilbao eins og oft áður
Mynd: Getty Images
Athletic 1 - 0 Girona
1-0 Aritz Aduriz ('90 , víti)

Athletic Bilbao vann dramatískan 1-0 sigur á Girona í lokaleik spænsku 15. umferðarinnar en þetta reyndist vera afar mikilvægur sigur Bilbao sem reynir að spyrna sér úr botnbaráttunni.

Eina mark leiksins kom undir lokin en það gerði Aritz Aduriz úr vítaspyrnu.

Aduriz hefur verið markahæsti maður Bilbao síðustu sex árin eða svo og með mikið markanef. Hann spilaði til að mynda tvo landsleiki fyrir Spán á síðasta ári, þá 36 ára gamall.

Mikilvægur sigur Bilbao í kvöld en liðið er með 14 stig í 18. sæti á meðan Girona er í 9. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner