Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. desember 2018 18:47
Elvar Geir Magnússon
Suarez spilar ekki gegn Tottenham - Messi hvíldur?
Suarez fær hvíld á morgun.
Suarez fær hvíld á morgun.
Mynd: Getty Images
Tottenham þarf að vinna Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum.

Tottenham leikur gegn Börsungum á Nývangi og má ekki fá færri stig úr þeim leik en Inter mun fá gegn PSV Eindhoven.

Barcelona hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, segir að spænsku meistararnir muni spila til sigurs.

Mögulegt er að Lionel Messi verði hvíldur í leiknum eftir að hafa spilað 90 mínútur í grannaslagnum gegn Espanyol um helgina.

„Þetta er Meistaradeildin og við viljum vinna. Tottenham hvíldi leikmenn í sigrinum gegn Leicester á laugardagskvöldið og við munum hvíla einhverja líka," segir Valverde.

Harry Kane og Christian Eriksen byrjuðu báðir á bekknum gegn Leicester en Tottenham vann umræddan leik 2-0.

Valverde staðfestir að úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez sé einn af þeim sem fái hvíld á morgun. Hann hefur verið að spila í gegnum hnémeiðsli á tímabilinu.

Markvörðurinn Jasper Cillessen fær þá væntanlega leik í stað Marc-Andre Ter Stegen, Ivan Rakitic gæti fengið hvíld og þá spá spænskir fjölmiðlar því að Philippe Coutinho komi inn í stað Ousmane Dembele.

Dembele er sagður hafa mætt of seint á æfingu Barcelona á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner