Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. desember 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: UEFA 
VISA brýtur blað í sögu kvennabolta með sjö ára samning við UEFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist vera vakning fyrir kvennafótbolta hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA en sambandið gerði í vikunni sjö ára risasamning við VISA um að styrkja kvennafótbolta.

Þetta er fyrsti styrktarsamningurinn sem UEFA gerir sem er eyrnamerktur kvennafótboltanum en sambandið telur þetta fyrsta skrefið í að stíga skref fram á við með kvennafótboltann.

Með þessum samning verður UEFA aðal samstarfsaðili Meistaradeildar kvenna, Evrópumóts kvenna og Evrópumóta U19 og U17 ára landsliða auk Futsal móta til ársins 2025.

Sambandið vonar að með þessu muni vöxtur kvennafótboltans halda áfram eins hratt og hefur gert að undanförnu.

21 milljón konur spila fótbolta í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner