Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. desember 2019 12:07
Elvar Geir Magnússon
Rúmenskur fréttamaður óð snjó á Laugardalsvelli
Mynd: Þorvaldur Ingimundarson
Rúmenska sjónvarpið heimsótti Laugardalsvöll í gær en á vellinum er áætlað að Ísland og Rúmenía eigist við í undanúrslitum umspilsins fyrir EM í mars á komandi ári.

Búið er að kaupa nýja ábreiðu sem liggur yfir vellinum og á að eyða talsverðum fjárhæðum í ráðstafanir til að auka líkurnar á því að völlurinn verði leikhæfur.

Sigurlið leiksins mun svo leika við Ungverjaland eða Búlgaríu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Það snjóaði duglega á rúmenska sjónvarpsmanninn eins og sjá má á myndbandinu sem KSÍ birti á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner