Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
„Algert bull“ að Gabriel Jesus sé á leið til Brasilíu
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus er ekki á förum frá Arsenal í janúar en þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri félagsins, við enska fjölmiðla i dag.

Jesus var á dögunum orðaður við uppeldisfélag sitt, Palmeiras, í brasilískum miðlum, en þessi 27 ára framherji hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið ár.

Hann er aðeins með eitt mark í síðustu þrjátíu leikjum með Arsenal og aðeins spilað rúmar 600 mínútur á þessu tímabili.

Arteta svaraði sögusögnum um að Jesus gæti verið á leið frá Arsenal í næsta mánuði, en hann sagði ekkert til í því. Hann verður áfram í herbúðum Lundúnafélagsins.

„Fréttir um að Gabriel Jesus sé að fara til Brasilíu í janúar eru algert bull. Eins og með alla framherja þá fara þeir í gegnum fasa og augnablik. Viðhorf hans hefur verið mjög gott og hefur alltaf verið. Við munum styðja eins vel og við getum,“ sagði Arteta.

Jesus kom til Arsenal frá Manchester City fyrir tveimur árum og gerði vel á tveimur tímabilum sínum en verið í aukahlutverki á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner