Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. janúar 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðurkennir að hafa gert mistök og hleypt Sviss á HM
Mynd: Getty Images
Síðasta haust mættust Norður-Írland og Sviss í umspilsleikjum fyrir laust sæti á HM í Rússlandi.

Eftir rúmlega 180 mínútur af fótbolta voru það Svisslendingar sem komust á HM, með samanlögðum 1-0 sigri.

Ricardo Rodriguez gerði eina mark umspilsleikjanna úr vítaspyrnu. Dómurinn var afar umdeildur og vakti mikla reiði í Bretlandi.

Vítaspyrnan var dæmd þegar skot Xherdan Shaqiri fór í Corry Evans, varnarmann Írlands. Það voru ekki meira en tveir metrar sem aðskildu leikmennina og var handleggur Evans í náttúrulegri stöðu. Auk þess fór knötturinn í efsta part handleggsins, langt fyrir ofan olnboga, nánast í öxlina.

Ovidiu Hategan, rúmenski dómari leiksins, er búinn að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segir þau hafa haft andleg áhrif á sig.

„Þetta var skelfileg stund fyrir mig. Þetta var sorglegt því ég gerði mistök og sársaukafullt því dómarateymið stóð sig með prýði," sagði Hategan samkvæmt talkSPORT.

„Í knattspyrnuheiminum erum við dómarar í svipaðri stöðu og markmenn. Það sjá allir mistökin okkar og það getur haft andleg áhrif.

„Ég er heppinn að vera með breitt bak og eiga góða að. Fjölskyldan hjálpaði mér í gegnum þetta."


Hategan verður ekki meðal dómara á HM í Rússlandi en vonast til að komast að sem myndbandsdómari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner