Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 11. janúar 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
51 árs og ekki á því að hætta
Mynd: Getty Images
Japaninn Kazuyoshi Miura hefur skrifað undir nýjan samning við Yokohama FC. Þetta verður hans 34. tímabil sem atvinnumaður.

Hinn síungi Kazuyoshi sínir enginn merki þess að hætta, en hann verður 52 ára í febrúar. Í dag tilkynnti hann að hefði samið aftur við Yokohama FC fyrir leiktíðina 2019.

Þessu greindi spænski miðillinn AS frá í dag.

Framherjinn, sem árið 2017 varð elsti atvinnumaður í fótbolta til að skora mark, er ótrúlegt en satt eini maðurinn sem er enn að spila síðan að japanska J-League var stofnuð. Það var árið 1993.

Hann segist enn geta æft daglega og af fullum krafti. Þessi fyrrum landsliðsmaður Japan kom níu sinnum inn á í deildinni í fyrra og spilaði samanlagt 56 mínútur. Hann náði ekki að skora.

Miura skoraði á sínum landsliðsferli 55 mörk í 89 leikjum og var valinn leikmaður tímabilsins árið 1993 fram yfir menn eins og Gary Lineker og Zico.
Athugasemdir
banner
banner