Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð skoraði tvennu með fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er í æfingaferð með þýska félaginu Augsburg á Alíkante á Spáni á meðan íslenska landsliðið er í Katar. Alfreð er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem þetta verkefni er utan alþjóðlegra leikdaga.

Það er vetrarfrí í þýsku úrvalsdeildinni og fór því Augsburg til Spánar.

Augsburg spilaði í dag æfingaleik við belgíska félagið Antwerpen, reyndar tvo æfingaleiki og voru þeir klukkutími hver. Alfreð spilaði í fyrri æfingaleiknum og var með fyrirliðabandið í leiknum.

Með fyrirliðabandið skoraði Alfreð tvennu í 3-0 sigri Augsburg í fyrri æfingaleiknum. Augsburg tapaði seinni æfingaleiknum 1-0.

Augsburg hefur aftur leik í þýsku úrvalsdeildinni 19. janúar og mætir þá Fortuna Dusseldorf á heimavelli. Augsburg er í 15. sæti, en Alfreð er kominn með sjö mörk í 10 leikjum í deildinni.

Ísland er þessa stundina að spila við Svíþjóð í Katar, en til að fara í beina textalýsingu - smelltu þá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner