Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Erik Hamren mætir Svíum: Þetta verður tilfinningaríkt
Icelandair
Erik ræðir við Frey Alexandersson á æfingu íslenska landsliðsins í Katar.
Erik ræðir við Frey Alexandersson á æfingu íslenska landsliðsins í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, mætir heimalandi sínu í dag þegar Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik í Katar klukkan 16:45. Erik er frá Svíþjóð en hann þjálfaði sænska landsliðið frá 2009 til 2016.

„Fótbolti snýst um tilfinningar. Þegar þú kemur frá landinu sem þú ert að mæta þá er það tilfinningaríkt, en auðvitað vil ég vinna," sagði Erik við Fótbolta.net.

„Þegar ég hef þjálfað félagslið í nokkur ár og mætt þeim aftur þá hefur það alltaf verið tilfinningaríkt. Ég er viss um að það verður líka þannig núna. Ég var í sjö ár með sænska landsliðinu og núna mætum við þeim. Það væru ennþá meiri tilfinningar í þessu ef þetta væri mótsleikur með fullan völl."

Ekki er búist við mörgum áhorfendum á leiknum í kvöld og Erik getur skilið allt sem Svíarnir kalla inni á vellinum.

„Ég skil auðvitað allt sem þeir segja," sagði Hamren og hló. „Við erum líka með leikmenn í liðinu sem spila í Svíþjóð og þeir tala líka sænsku. Þeir græða á því inni á vellinum."

„Ég hlakka mikið til leiksins. Ég hlakka til að sjá leikmenn sem hafa ekki spilað mikið og ég hlakka til að bera okkur saman við Svíþjóð."
Athugasemdir
banner
banner