Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 11. janúar 2019 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergs: Arnar Þór vissulega kandídat í starfið
Guðni Bergsson stefnir enn á að ráða yfirmann knattspyrnumála.
Guðni Bergsson stefnir enn á að ráða yfirmann knattspyrnumála.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi þar sem Arnar Þór Viðarsson var tilkynntur sem þjálfari U21 karla með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar.  Verður Arnar Þór yfirmaður knattspyrnumála?
Frá fréttamannafundi þar sem Arnar Þór Viðarsson var tilkynntur sem þjálfari U21 karla með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Verður Arnar Þór yfirmaður knattspyrnumála?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég hefði ráðið þessu alveg sjálfur þá væri þetta komið," sagði Guðni Bergsson í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála. Málið hefur dregist þau tvö ár sem hann hefur verið í embætti og ljóst að það verður ekki klárað áður en formannskjör fer fram á ársþingi KSÍ eftir mánuð.

Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira

„Sem betur fer eru nýir tímar og lýðræði. Stjórnin var búin að samþykkja að setja þetta inn á fjárhagsáætlun síðla árs 2018 en þegar til kom tókum við í stjórninni ákvörðun um að taka það fyrir á árþinginu," sagði Guðni en árþingið fer fram 9. febrúar næstkomandi. Hann sagði samtal við Íslenskan toppfótbolta, samtök 26 félaga í efstu tveimur deildum, hafi verið tekin ákvörðun um þetta.

„Eftir samtal við aðildarfélögin og að hafa fengið álit frá ÍTF var lagt til að taka þetta fyrir ár ársþingi því þetta væri þannig ákvörðun. Það höfum við gert og erum að gera. Hálft ár til eða frá skiptir ekki máli en ég tel að þetta verði framfaraspor fyrir fótboltann," sagði Guðni sem

Arnar Þór Viðarsson var á dögunum ráðinn þjálfari U21 árs landsliðs Íslands. Í viðtali eftir ráðninguna gaf hann í skyn að rætt hafi verið við hann um að taka að sér starfið og að hann gæti fengið það meðfram þjálfarastöðunni.

„Arnar er mjög fær þjálfari og hefur mikla og víðtæka reynslu frá Belgíu sem hafa verið að gera svo góða hluti. Hann er vissulega kandídat ásamt fleirum ef til kemur," sagði Guðni.

„Þar væri ákveðin samræming í kostnaði möguleiki og að samræma störfin. Það gæti vel komið til greina. Það skiptir máli að ráða réttu manneskjuna og hann er mjög spennandi kostur.

Sjá einnig:
Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira
Guðni Bergs: Hvatti Geir til að endurskoða ákvörðun sína
Guðni varð að taka ávörðun fyrir fótboltann fram yfir vinskap
Guðni Bergs: Reynum að vera í fararbroddi á heimsvísu
Athugasemdir
banner
banner
banner