Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. janúar 2019 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergs: Reynum að vera í fararbroddi á heimsvísu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni á Evrópumóti kvenna í Hollandi sumarið 2017.
Guðni á Evrópumóti kvenna í Hollandi sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að flestir hafi verið mjög ánægðir með stigabónusinn og það er gott að geta gefið þessi skilaboð sem hvatningu fyrir kvennalandsliðið og kvennafótboltann," sagði Guðni í viðtalinu við Miðjuna á Fótbolta.net í vikunni.

Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira

Þar vísaði Guðni í ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir ári síðan þegar stigabónusar landsliða karla og kvenna voru jafnaðir en það þýddi gríðarleg hækkun greiðslna til landsliðs kvenna.

„Sumir voru krítískir á þetta. Það kom enginn fram opinberlega en ég heyrði gagnrýni á þetta. Þetta er ekki svo mikill munur í krónum talið á endanum miðað við hvað það eru góð og heilbrigð skilaboð út í hreyfinguna að styðja við kvennaboltann með þessum hætti því við vitum að þær fá bara brot af þeim launum sem strákarnir fá," sagði Guðni.

Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt í nokkrum aðildarfélögum sambandsins sem settu sig gegn þessari breytingu.

„Ég heyrði í nokkrum sem voru ekki sáttir og sögðu að efnahagurinn væri ekki sá sami. Þetta er stór hreyfing og ég skil alveg að fólk sé á misjafnri skoðun og verð að virða það," sagði Guðni sem hafði svo samband við sex stóru styrktaraðila KSÍ og gerði samkomulag um sams konar breytingu.

„Ég sagði við þá að ég vildi fá sama bónus fyrir að fara á lokamót karla og kvenna. Fyrst fékk ég spurninguna? 'Ha sama?' - og ég sagði 'er það ekki, það verður að vera á tímum jafnréttis?' Þá sögðu þau að það væri rétt hjá mér," sagði Guðni.

„Við erum íþróttasamband, eigum við ekki að reyna að gera svona hluti vel og vera í fararbroddi sem við erum á heimsvísu ásamt Norðmönnum sem tóku líka þetta skref," sagði hann en aðspurður hvort stórt vandamál gagnvart kvennafótbolta væri ekki hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, sagði hann.

„UEFA er að bæta sig og gæti bætt sig mun betur. Ég hitti mikið formenn norðurlandasambandanna og það er alltaf verið að tala um kvennaboltann. Við erum eini heimshlutinn sem er alltaf að spá sérstaklega í kvennaboltann. Við erum mikið karlar með bindi en við erum með mikið af konum, Klöru sem framkvæmdastjóra, GunnIngu varaformann, Bryndísi fjármálastjóra og Borghildi gjaldkera. Ég er í kvennaríki svo við erum á réttum stað með stjórnina og legggjum áherslu á kvennaboltann eins og við getum. Þetta er á réttri leið."

Sjá einnig:
Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira
Guðni Bergs: Hvatti Geir til að endurskoða ákvörðun sína
Guðni varð að taka ávörðun fyrir fótboltann fram yfir vinskap
Athugasemdir
banner
banner
banner