Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 11. janúar 2019 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Houghton: Óhætt að bera Dijk saman við þá bestu
Mynd: Getty Images
Brighton tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Flautað verður til leiks á American Express leikvanginum klukkan 15:00.

Chris Houghton, stjóri Brighton svaraði spurningum blaðamanna um leikinn í gær en hann var meðal annars spurður sérstaklega út í Virgil Van Dijk.

„Ég held að það sé óhætt að bera Van Dijk saman við bestu varnarmenn í sögu úrvalsdeildarinnar. Til að mynda John Terry, Sol Campell og Rio Ferndinand,“ sagði Houghton.

„Allir þessir leikmenn sem voru nefndir hafa auðvitað allir spilað mun lengir heldur en Dijk í deildinni. Ef þú spyrð mig hvort að hann hafi sömu gæði þá er svarið einfalt, já.

„Ef þú horfir á þá styrkleika sem að þú vilt að miðvörður hafi þá er það að vera frábær í loftinu, góður á boltanum og sæmilega hraður. Hann hefur allt.”

Houghton segir að Liverpool sé líklegasta liðið til þess að vinna deildina.

„ Ástæðan fyrir því er sú að þeir sitja á toppnum með fjögurra stiga forystu. Þeir eru búnir að vera frábærir en ég myndi ekki setja pening á það hvaða lið vinnur.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner