Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. janúar 2019 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur bjargaði jafntefli gegn Svíum á síðustu stundu
Icelandair
Ísland gerði jafntefli gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Katar í dag.
Ísland gerði jafntefli gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísland 2 - 2 Svíþjóð
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('4)
1-1 Viktor Gyökeres ('47)
1-2 Simon Thern ('67)
2-2 Jón Dagur Þorsteinsson ('90)
Lestu nánar um leikinn

Það verður ekki sagt að Khalifa völlurinn í Katar hafi verið þéttsetinn þegar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð í vináttulandsleik í dag.

Þessi landsliðsferð er ekki á alþjóðlegum leikdögum og eru leikmennirnir sem taka þátt fyrir Íslands hönd því flestir frá félagsliðum á Norðurlöndunum og Íslandi, en þó ekki allir.

Ísland komst yfir á fjórðu mínútu þegar að Óttar Magnús Karlsson lét vaða af um 25 metra færi með vinstri fæti eftir sendingu frá Arnóri Smárasyni.

Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik og leiddi sanngjarnt í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks jöfnuðu hins vegar Svíar með marki Viktor Gyökeres. Framherjinn, sem er í eigu Brighton, fékk sendingu frá Simon Thern.

Sænska liðið hélt áfram að ógna og uppskáru annað mark á 67. mínútu þegar að áðurnefndur Simon Thern skoraði.

Íslenska liðið lagði ekki árar í bát og pressaði Svíana undir lokinn og uppskar jöfnunarmark á 90. mínútu frá varamanninum Jóni Degi Þorsteinssyni. Jón Dagur skoraði þarna sitt fyrsta landsliðsmark.

Fleira markvert gerðist ekki og því endaði leikurinn 2-2. Næsti leikur Íslands er gegn Eistlandi á þriðjudag.

Endilega fylgist með hér á síðunni. Það er von á viðtölum frá Katar von bráðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner