Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. janúar 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry laus allra mála frá Ferencvaros
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er laus allra mála hjá ungverska félaginu Ferencvaros en hann hefur fengið samningi sínum rift.

Kjartan Henry samdi við Ferencvaros síðastliðið sumar en hann er nú á förum.

Hinn 32 ára gamli Kjartan hefur ekki fengið að spila nóg með Ferencvaros í deildinni en í bikarkeppninni hefur hann skorað sex mörk í þremur leikjum.

Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Kjartans, vill framherjinn spila meira í stað þess að sitja á samningi sínum.

„Hann er í toppformi og vill spila meira. Nú getur hann samið hvar sem er," sagði Ólafur við Fótbolta.net í dag.

Kjartan Henry var öflugur hjá danska félaginu Horsens áður en hann fór til Ferencvaros. Kjartan er uppalinn hjá KR en hann hefur einnig verið á mála hjá Celtic, Sandefjord og Falkirk á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner