fös 11. janúar 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer Ingi skoraði gegn Dortmund
Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson spilaði með hollenska félaginu Willem II í æfingaleik gegn Borussia Dortmund á Marbella á Spáni í dag.

Þetta átti að vera varalið Dortmund, en í liðinu voru sterkir leikmenn eins og Shinji Kagawa, Jadon Sancho, Achraf Hakimi og Thomas Delaney. Það er því erfitt að segja að þetta hafi verið eitthvað pjúra varalið hjá Dortmund.

Willem byrjaði vel og náði forystunni, en Dortmund jafnaði fljótlega með marki Alexander Isak. Sá er efnilegur Svíi, en Dortmund bannaði honum að fara til Katar í æfingaferð með sænska landsliðinu. Svíþjóð gerði 2-2 jafntefli gegn Íslandi í dag.

Þá var röðin komin að Kristófer Inga, en hann kom Willem II í 2-1 á 37. mínútu leiksins.

Kristófer fór af velli í hálfleik, en Dortmund kom til baka í seinni hálfleiknum og vann leikinn. Isak og Hakimi skoruðu mörkin í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 3-2.

Góður leikur hins vegar fyrir hinn 19 ára gamla Kristófer sem hefur komið við sögu í sjö leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Willem II er í 12. sæti eftir 17 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner