banner
   fös 11. janúar 2019 09:54
Arnar Helgi Magnússon
Liverpool og Newcastle berjast um tyrkneska Messi
Powerade
Higuain er á leið til Chelsea
Higuain er á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Orðaður við England
Orðaður við England
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakkanum og það er af nægu að taka á þessum föstudegi. BBC tekur saman. Góða helgi!


Chelsea vill fá Gonzalo Higuain á láni út tímabilið en hann er í eigu Juventus sem vill selja leikmanninn, ekki lána hann. (Telegraph)

Englendingurinn ungi Jadon Sancho vill vera áfram hjá Dortmund en fjölmiðlar í Þýskalandi hafa orðað hann við lið í ensku úrvalsdeildinni. (Mail)

Nokkur félög eru sögð áhugasöm um að fá Michy Batshuayi til sín eftir að Valencia staðfesti í gær að hann mun snúa aftur til Chelsea í janúar. (Telegraph)

Crystal Palace og Fulham vilja bæði fá Belgann Batshuayi. (Mirror)

Newcastle hefur blandað sér í baráttuna við Liverpool um Tyrkjann Abdulkadir Omur sem er á mála hjá Trabzonspor. Hann er kallaður tyrkneski Messi í heimalandinu. (Sun)

Gareth Southgate íhugar það nú að kalla Tom Heaton upp í enska landsliðið á nýjan leik. (Mail)

Divock Origi, framherji Liverpool er nú orðaður við Wolves en hann hefur einungis byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Liverpool á árinu. (Birmingham Mail)

Sean Dyche, stjóri Burnley gefur lítið fyrir sögusagnir um það að James Tarkowski sé á leið til Liverpool. Hann segir þetta allt vera slúður. (Express)

Juan Mata segist ekki vita hvert næsta skref hans verði þegar samningur hans við United rennur út næsta sumar. (AS)

Chelsea gengur að öllum líkindum frá kaupunum á Nico Barella leikmanni Cagliari í janúar. Sarri er tilbúinn að borga 45 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Tutto Mercado)

Leicester er búið að hafna tilboði Huddersfield í Shinji Okazaki. (Sun)

Javi Gracia, þjálfari Watford hefur staðfest það að hann ætli ekki að fá neinn leikmann til liðsins í janúar. (Independent)

Fulham er í viðræðum við franska liðið Bordeaux um möguleg kaup á Youssouf Sabaly. (Sky Sports)

Watford hefur callað Jerome Sinclair til baka úr láni frá Sunderland. (Watford Observer)

Tottenham vill fá austurríska miðjumanninn Florian Grillitsch frá Hoffenheim. (Sky Sports)

Alberto Moreno, vinstri bakvörður Liverpool ætlar ekki að framlengja samning sinn við liðið en honum langar að spila í spænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. (Estadio Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner