fös 11. janúar 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nóg að gera hjá Sevilla í kvöld - Tveir á leiðinni
Munir gengur í raðir Sevilla.
Munir gengur í raðir Sevilla.
Mynd: GettyImages
Það var nóg að gera hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Sevilla í kvöld. Félagið tilkynnti um samkomulag varðandi félagaskipti tveggja leikmanna.

Félagið er að kaupa sóknarmanninn Munir El Haddadi frá Barcelona fyrir rétt rúmlega 1 milljón evra.

Munir er 23 ára gamall en hann hefur komið við sögu í 11 leikjum hjá Barcelona á þessu tímabili og skoraði tvö mörk. Munir, sem á einn landsleik fyrir Spán, hefur undanfarin tvö tímabil verið í láni hjá Valencia og Deportivo Alaves.

Um hálftíma áður en félagið tilkynnti að Munir væri á leið til félagsins þá var einnig greint frá því að Maximilian Wöber, varnarmaður frá Ajax, væri að koma.

Wöber, sem er tvítugur, kostar aðeins meira en Munir, eða um 11 milljónir evra.

Báðir leikmenn eiga eftir að gangast undir læknisskoðun.

Sevilla er að styrkja sig fyrir komandi toppbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner