fös 11. janúar 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Paul Merson: Heimskt að láta Ramsey fara frítt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Paul Merson fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi starfsmaður á Sky Sports, er vægast sagt pirraður á því að Arsenal sé að missa Aaron Ramsey frítt til Juventus í sumar.

Hann segir það ekkert nema heimsku að láta samning, hjá eins gæðamiklum leikmanni og Ramsey sé, renna út.

„Enn einn leikmaðurinn sem fer af því að samningurinn hjá honum er að renna út. Alexis Sanchez, Theo Walcott, Alex Oxlade-Chamberlain. Samningarnir renna út og við missum þá fyrir lítið sem ekkert," sagði Merson við Sky Sports.

„Wenger mundi alltaf eftir því að endurnýja sína samninga við félagið en virðist hafa gleymt að hugsa um aðra samninga! Ef allir þessir leikmenn væru á niðurleið á sínum ferli þá myndi ég horfa öðruvísi á hlutina en þeir eru allir á toppi síns ferils"

„Arsenal getur fundið leikmann í staðinn á 40-50 milljónir punda en sá leikmaður er líklega ekki með neina reynslu í Úrvalsdeildinni og mun þurfa tíma til að aðlagast. Sanchez fór fyrir ekkert og þegar það þurfti að semja við Özil gat hann beðið um rosalegar upphæðir. Glórulaust."

„Sjáið bara muninn á þessu og Hudson-Odoi hjá Chelsea. Chelsea gæti fengið 35 milljónir punda fyrir hann. Annar þessara leikmanna er efnilegur en hinn er algjörlega búinn að sanna sig."


Merson bendir einnig á að Ramsey sé miðjumaður sem getur skorað mörk og hafi mikla reynslu. Hann geti vel spilað á Ítalíu.

Athugasemdir
banner
banner