Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. janúar 2019 10:19
Arnar Helgi Magnússon
Sancho gefur Hudson-Odoi góð ráð
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Ungi Englendingurinn í liði Dortmund, Jadon Sancho hefur heldur betur slegið í gegn á tímabilinu.

Sancho hefur látið til sín taka en hann er búinn að skora sex mörk og leggja upp sjö fyrir Dortmund á leiktíðinni. Sancho var keyptur til Þýskalands frá Manchester City árið 2017.

Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea hefur verið orðaður við Bayern Munchen undanfarnar vikur en Odoi og Sancho eru góðir vinir.

„Ég og Odoi erum góðir vinir. Ég myndi segja að hann væri næstur. Frábær leikmaður og er stútfullur af hæfileikum," segir Sancho.

„Ég er búinn að tala við hann og segja honum að þýska deildin sé mjög góð deild. Ég sagði honum að hlusta á eigin sannfæringu og gera það sem að hann héldi að væri gott fyrir sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner