Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Ensk félög þurfa að bæta sóttvarnir - Myndband Chorley gagnrýnt
Chorley vann Derby.
Chorley vann Derby.
Mynd: Getty Images
Ráðamenn á Englandi hafa lýst yfir áhyggjum af því að ekki sé farið nægilega vel eftir sóttvarnarreglum í fótboltanum þar í landi.

Útgöngubann er í gangi í Englandi vegna kórónuveirunnar en keppni er ennþá leyfð í efstu deidlum í fótboltanum.

Svipmyndir úr leikjum í enska bikarnum um helgina gera það erfitt að réttlæta það að fótboltinn megi halda áfram að sögn ráðamanna.

Þar var meðal annars vísað í myndband úr búningsklefa utandeildarliðins Chorley eftir sigur á Derby en þar tóku leikmenn liðins lag með Adele með tilþrifum.

Chorley hefur fengið gagnrýni þar sem leikmenn virtu ekki sóttvarnarreglur.

Ráðamenn hafa kallað eftir því að félög leggi ennþá meira á sig til að passa upp á sóttvarnir og að farið sé eftir reglum.

Athugasemdir
banner