Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. janúar 2021 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Elmar byrjaði í tapi gegn AEK
Theodór Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu
Theodór Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski miðjumaðurinn Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Lamia sem tapaði fyrir AEK, 1-0, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Elmar gekk til liðs við Lamia frá tyrkneska félaginu Akhisarspor undir lok síðasta árs.

Hann náði í sigur í fyrsta leik með Lamia en spilaði þó einungis átján mínútur er liðið tapaði fyrir Crete í umferðinni á eftir.

Elmar var þó í byrjunarliði Lamia í kvöld gegn AEK og spilaði fyrstu 74 mínúturnar.

Lamia er á fram í botnsæti deildarinnar með 5 stig eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner