Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur var það Nottingham Forest sem eyðilagði fyrir Arsenal
Arsenal er úr leik í FA-bikarnum.
Arsenal er úr leik í FA-bikarnum.
Mynd: Getty Images
Arsenal féll úr leik í enska FA-bikarnum á sunnudag þegar liðið tapaði gegn Nottingham Forest, sem er í næst efstu deild á Englandi.

Fyrri hálfleikurinn var fremur rólegur og einu færi Arsenal komu fyrir utan teiginn. Forest reyndi að nýta sér skyndisóknirnar en þær runnu út í sandinn og var því markalaust þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Það lifnaði aðeins yfir leiknum í byrjun síðari er Bernd Leno þurfti að hafa sig allan í að verja skot frá Philip Zinckernagel. Bæði lið áttu nokkur hálffæri áður en Forest tók forystuna á 83. mínútu. Arsenal tapaði boltanum á miðsvæðinu, boltinn barst út til hægri á Ryan Yates, sem átti fallega fyrirgjöf sem datt beint fyrir Lewis Grabban og var eftirleikurinn auðveldur.

Gestunum tókst ekki að ná í jöfnunarmarkið og var það markið hjá Grabban sem skildi liðin að.

Er þetta aðeins í annað sinn á síðustu 26 leiktíðum þar sem Arsenal fellur út strax í þriðju umferð, en það er umferðin þar sem úrvalsdeildarfélög koma inn. Hitt skiptið var 2017/18 tímabilið. Og þá var andstæðingurinn líka Nottingham Forest. Greinilega ekki gott fyrir Arsenal að mæta Forest á þessu stigi keppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner