Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lille hlustar ekki á Newcastle
Sven Botman.
Sven Botman.
Mynd: Getty Images
Vonir Newcastle að kaupa miðvörðinn Sven Botman í þessum mánuði eru gott sem engar.

The Athletic segir frá þessu. Þar kemur fram að Newcastle hafi sýnt Botman mikinn áhuga og var hann efstur á þeirra óskalista sem snýr að miðvörðum.

Hinn 21 árs gamli Botman var sagður spenntur fyrir því að fara til Newcastle en félag hans, Lille í Frakklandi, var ekki eins spennt fyrir því að leyfa honum að fara á miðju tímabili.

Lille mun hugsanlega selja hann næsta sumar en ætlar ekki að gera það núna í janúar - þrátt fyrir að Newcastle hefði getað boðið vel og gott betur en það.

Newcastle gekk á dögunum frá kaupum á bakverðinum Kieran Trippier. Félagið er ekki hætt og ætlar að bæta við sig miðverði og sóknarmanni.

Fyrst Botman er ekki að koma, þá þarf félagið að skoða aðra miðverði. Diego Carlos hjá Sevilla og Benoit Badiashile hjá Mónakó eru á lista hjá Newcastle að sögn The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner