þri 11. janúar 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýliðavalið í dag - Spilaði með Augnabliki og Víkingi Ólafsvík 2020
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Duke
Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson er á leið í MLS-deildina í Norður-Ameríku. Þorleifur skoraði 15 mörk fyrir Duke og var valinn besti sóknarmaður ACC-deildarinnar, sem er sú sterkasta í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Hann verður í nýliðavalinu í MLS-deildinni sem fer fram í dag. Mun hann líklega fara ofarlega þar.

Sjá einnig:
„Mjög mikill heiður að fá þennan samning"

„Hann hefur staðið sig vel í Duke og vakið athygli," sagði Sæbjörn Þór Steinke í útvarpsþættinum Fótbolta.net og bætti við: „Ég myndi elska það ef við ættum Íslending sem væri að koma við sögu í leikjum í MLS, ungan og efnilegan. Róbert Orri er þarna en hefur ekki komist inn vegna meiðsla."

„Þetta er strákur sem var hjá Breiðabliki og spilaði einn leik með Blikum í Pepsi Max-deildinni á liðnu ári. Hann spilar 2020 með Augnabliki og var lánaður í Víking Ólafsvík, sem við vitum alveg hvernig var síðasta sumar. Það er ansi stórt stökk að vera allt í einu á leið í MLS-deildina," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Hann er ekki bara á leið í MLS-deildina, hann er kominn með GA-samning, sem er stórmerkilegt. Generation Adidas er verkefni sem MLS-deildin er búin að vera með... Ef þú ert GA-leikmaður, þá telur þú ekki gegn launaþaki deildarinnar og færð stærri nýliðasamning en aðrir," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Þorleifur er svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir annað fótboltafólk á Íslandi sem fer til Bandaríkjanna og sækir sér menntun ásamt því að spila fótbolta. Það eru möguleikar í stöðunni.

Þorleifur fór til Bandaríkjanna í nám í gegnum Soccer Education USA. Hægt er að fara á heimasíðu þeirra með því að smella hérna.

Á vefmiðlinum TopDrawerSoccer var því spáð að Þorleifur myndi fara númer 13 í valinu til DC United. Það er félag sem Wayne Rooney spilaði fyrir áður en skórnir fóru upp á hillu hjá þeim ágæta manni.
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir og breytt Íslandsmót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner