Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö af stærstu félögum Evrópu ætla sér að fá Miedema
Mynd: Getty Images
Tvö af stærstu félögum Evrópu eru tilbúin að berjast um markamaskínuna Vivianne Miedema.

Miedema er samningsbundin Arsenal út þetta tímabil. Hin 25 ára gamla Miedema hefur spilað með Arsenal frá 2017 og skorað 109 mörk í 116 leikjum fyrir félagið.

Arsenal vill framlengja við hana en það verður hægara sagt en gert í ljósi þess hve áhuginn á henni verður mikill. Telegraph segir frá því að Barcelona og Paris Saint-Germain hafi þegar lýst yfir áhuga á henni.

Það væri í raun óhuganlegt að bæta Miedema við lið Barcelona sem vann allt sem hægt er að vinna á síðustu leiktíð og var algjört yfirburðarlið í Evrópu.

Þess má geta að Miedema er markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins með 85 mörk í 104 leikjum. Holland er með Íslandi í undanriðli HM 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner