mán 11. febrúar 2019 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Evra með skilaboð til Man Utd: Á morgun er búðin lokuð
Mynd: Getty Images
Franska goðsögnin Patrice Evra er með skilaboð til leikmanna Manchester United fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Rauðu djöflarnir taka þar á móti franska stórveldinu Paris Saint-Germain og ákvað hinn síkáti og vinsæli Evra að birta skilaboðin á samfélagsmiðlum.

„Þetta eru skilaboð til leikmanna og stuðningsmanna Manchester United," segir Evra í upphafi myndbandsins.

„Ég ber mikla virðingu fyrir PSG og á marga vini þar en við erum Manchester United! Ég vil að þið mætið stoltir til leiks og gefið allt í þetta, ég vil sjá fólk borða gras á morgun!

„Þið stuðningsmenn leikið stórt hlutverk. Ég segi alltaf að þetta er leikvangur draumanna en þið verðið að gera þetta að leikvangi martraðanna. Ég treysti á ykkur.

„Þegar leikmennirnir labba á völlinn þá vil ég að þeir sjái 'believe' skrifað með stórum stöfum."


Eftir að hafa ávarpað stuðningsmenn sneri Evra sér að leikmönnum Man Utd.

„Paul, hver er að fara að stoppa þig þegar þú hleypur á milli vítateiganna? David de Gea, á morgun er búðin lokuð, lokaðu hurðinni! Anthony mér er sama þó þú brosir ekki, ég vil að þú slátrir fólki. Rashford sýndu mér að þú ert alvöru Manchester maður. Ole þakka þér kærlega fyrir og Mike Phelan líka.

„Man Utd þetta er skipun frá uppáhalds vinstri bakverðinum ykkar. ÉG ELSKA ÞENNAN LEIK!"




Athugasemdir
banner
banner